
Volcano Car Rental verður Volcano Car Rental by KONVIN
KONVIN Car Rental hefur gengið frá kaupum á Volcano Car Rental, sem er skref í því að efla þjónustu og ná til breiðari hóps viðskiptavina. Volcano Car Rental hefur skapað sér gott orðspor fyrir þjónustu og staðbundna þekkingu, sem nú mun renna saman við metnaðarfulla framtíðarsýn KONVIN Car Rental.
Efling þjónustu
Með þessum kaupum styrkir KONVIN Car Rental stöðu sína á markaði. Fyrirtækið stefnir á að byggja á styrkleikum Volcano Car Rental til að auka þjónustuframboð og bæta upplifun viðskiptavina. Þetta skref er hluti af framtíðarsýn KONVIN um að bjóða gestum heildarlausn sem sameinar bílaleigu, gistingu og aukna þægindi.
Framtíðarsýn KONVIN
Samruninn við Volcano Car Rental er liður í stefnu KONVIN um að þróa og stækka „KONVIN þægindahringinn, “ þar sem gestir geta notið þægilegar og samræmdrar þjónustu frá því þeir koma til landsins þar til þeir halda á brott.
Frekari upplýsingar um Volcano Car Rental by KONVIN á www.volcanocarrental.is.